40 ára Halldóra er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Reykjanesbæ. Hún er kennari að mennt og lauk framhaldsnámi frá University of Birmingham í kennslu blindra og sjónskertra.
40 ára Halldóra er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Reykjanesbæ. Hún er kennari að mennt og lauk framhaldsnámi frá University of Birmingham í kennslu blindra og sjónskertra. Halldóra er kennsluráðgjafi og verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli á fræðslusviði Reykjanesbæjar. Hún er varabæjarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjanesbæjar.

Maki : Friðrik R. Gunnarsson, f. 1979, löggiltur bifreiðasali, starfar hjá Hertz.

Dætur : Erna Dís, f. 2002, Elísa Helga, f. 2005 og Eydís Sól, f. 2011.

Foreldrar : Erna Haraldsdóttir, f. 1955, ofuramma og Þorvaldur Þór Björnsson, f. 1956, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og æðarbóndi, búsett í Reykjavík.