Eyjar? Sigtryggur Daði Rúnarsson ætlar að leika á Íslandi næsta vetur.
Eyjar? Sigtryggur Daði Rúnarsson ætlar að leika á Íslandi næsta vetur. — Ljósmynd/Lübeck-Schwartau
Handknattleiksmaðurinn Sigtryggur Daði Rúnarsson leikur væntanlega í fyrsta skipti með meistaraflokksliði á Íslandi á næsta tímabili.
Handknattleiksmaðurinn Sigtryggur Daði Rúnarsson leikur væntanlega í fyrsta skipti með meistaraflokksliði á Íslandi á næsta tímabili. Hann staðfesti við Vísi í gær að hann væri á heimleið frá Þýskalandi og þar kom fram samkvæmt heimildum að hann væri á leið til ÍBV. Sigtryggur Daði er 23 ára miðjumaður sem hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og spilað með þýsku B-deildarliðunum Lübeck-Schwartau, Balingen og Aue undanfarin ár en áður með Þór á Akureyri í yngri flokkum.