Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson.
Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson. — Morgunblaðið/Eggert
Hvað ertu að bardúsa? Við vorum að frumsýna nýja sjónvarpsþáttaröð í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Það er algjör draumur að fá að segja þessa setningu! Við erum bara tvítugir, ég og Arnór Björnsson, sem skrifuðum og lékum í þessum sketsum.
Hvað ertu að bardúsa?

Við vorum að frumsýna nýja sjónvarpsþáttaröð í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Það er algjör draumur að fá að segja þessa setningu! Við erum bara tvítugir, ég og Arnór Björnsson, sem skrifuðum og lékum í þessum sketsum.

Hvernig fara tveir ungir menn að þessu?

Við fórum til Símans og spurðum hvort við mættum gera sketsaþætti. Þeir sögðu nei. Við spurðum hvers vegna ekki og þeir sögðu: „Þið eruð ekki með handrit, þið eruð ekki með tökulið og þið eruð ekki með neitt plan.“ Þannig að næst mættum við með smá handrit og plan og þá voru þau til í að gefa okkur séns.

Hvað heita þættirnir og hverju er gert grín að?

Þetta heitir Meikar ekki sens og er sketsar; grínsería líkt og Fóstbræður. Við tókum Monty Python okkur til fyrirmyndar. Við erum að gera grín að samtímanum og hvað Ísland var grillað í fortíðinni. Við gerum grín að öllu sem okkur finnst fyndið.

Leikið þið líka í sketsunum?

Já, við leikum í flestöllum sketsunum en fengum gott fólk til að leika á móti okkur.

Eruð þið félagar ofsalega fyndnir?

Já, mér finnst við vera ógeðslega fyndnir.

Nú ertu sonur Gunnars Helgasonar og Bjarkar Jakobsdóttur. Ertu ekki alinn upp á sviði?

Jú, ég var mikið baksviðs sem barn, enda ákvað ég að fara út í leiklistina.