[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
9. maí 1989 Morgunblaðið segir frá því að Alfreð Gíslason , landsliðsmaður í handknattleik, hafi gert tveggja ára samning við spænska félagið Bidasoa.

9. maí 1989

Morgunblaðið segir frá því að Alfreð Gíslason , landsliðsmaður í handknattleik, hafi gert tveggja ára samning við spænska félagið Bidasoa. Alfreð fer því aftur í atvinnumennsku eftir eitt ár með KR heima á Íslandi því hann hafði áður leikið með Essen í Vestur-Þýskalandi frá 1983 til 1988.

9. maí 1993

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik sigrar Englendinga, 104:92, í vináttulandsleik á Akranesi, en hafði tapað fyrir þeim með fimmtán stigum daginn áður. Valur Ingimundarson skorar 25 stig fyrir Ísland og Guðmundur Bragason 23.

9. maí 1995

Ísland sigrar Túnis, 25:21, í

öðrum leik sínum í

heimsmeistarakeppni karla í

handknattleik í Laugardalshöllinni og er með fjögur stig eftir tvær umferðir. Valdimar

Grímsson skorar níu mörk fyrir íslenska liðið og Konráð Olavsson sex.

9. maí 2013

Þrír íslenskir knattspyrnumenn eru bikarmeistarar með liðum sínum erlendis. Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Jóhannsson vinna hollenska bikarinn með AZ Alkmaar sem sigrar PSV Eindhoven 2:1 í úrslitaleik og Arnór Smárason vinnur danska bikarinn með Esbjerg sem sigrar Randers 1.0 í úrslitaleik.

10. maí 1981

Kraftajötnarnir Jón Páll Sigmarsson og Víkingur Traustason hljóta báðir silfurverðlaun í Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum á Ítalíu, Jón Páll í -125 kg flokki og Víkingur í +125 kg flokki. Ísland hafnar í fimmta sæti af fjórtán þjóðum í stigakeppni mótsins.

10. maí 1984

Vesturþýska knattspyrnufélagið Bayer Uerdingen kaupir landsliðsframherjann Lárus Guðmundsson af belgíska félaginu Waterschei og semur við hann til tveggja ára. Kaupverðið er sagt vera 8,5 milljónir íslenskra króna. Uerdingen hafnaði í 10. sæti í Vestur-Þýskalandi þetta vor. Lárus hafði ári áður komist í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa með Waterschei, sem nú heitir Genk.

10. maí 1995

Íslenska karlalandsliðið í

handknattleik sigrar Ungverja, 23:20, á heimsmeistaramótinu í Laugardalshöllinni og er með fullt hús stiga eftir þrjá fyrstu leikina. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland byrjar heimsmeistaramót á þremur sigrum og liðið stendur vel að vígi í riðli sínum. Valdimar Grímsson skorar 9 mörk og Júlíus Jónasson 5 fyrir íslenska liðið.