Eftirlit Mörg ríki Schengen hafa tekið upp eftirlit á innri landamærunum.
Eftirlit Mörg ríki Schengen hafa tekið upp eftirlit á innri landamærunum. — AFP
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvatti í gær aðildarríki sambandsins til þess að framlengja ferðabann ríkjanna inn í Schengen-svæðið um einn mánuð, eða til 15. júní næstkomandi.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvatti í gær aðildarríki sambandsins til þess að framlengja ferðabann ríkjanna inn í Schengen-svæðið um einn mánuð, eða til 15. júní næstkomandi.

Sagði í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar að þrátt fyrir að nú væri hægt að létta á þeim aðgerðum sem gripið hefði verið til vegna kórónuveirufaraldursins væri ástandið enn viðkvæmt, bæði í Evrópu sem og í heiminum öllum.

Ferðabannið var sett á 17. mars síðastliðinn og var framlengt um einn mánuð í apríl. Lokunin nær til ytri landamæra Evrópusambandsins og Schengen-svæðisins, en ferðalög frá EFTA-ríkjunum fjórum og Bretlandi eru undanþegin lokununum.

Ylva Johansson, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins í innanríkismálum, sagði að það þyrfti að draga úr ferðatakmörkunum á innri landamærum ríkjanna áður en hægt væri að opna sameiginleg landamæri þeirra út á við. „Fyrsta takmark okkar er að koma aftur á fót frjálsri för manna innan Schengen-svæðisins um leið og ástandið leyfir,“ sagði Johansson.