Hafnarfjörður Horft af Hamrinum yfir miðbæinn og höfnina.
Hafnarfjörður Horft af Hamrinum yfir miðbæinn og höfnina. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Afgangur af rekstri A- og B-hluta bæjarsjóðs Hafnarfjarðar á síðasta ári var 1.236 milljónir kr., borið saman við áætlun þar sem búist var við 642 millj. kr. í plús. A-hluti bæjarsjóðs var gerður upp með 426 millj. kr.

Afgangur af rekstri A- og B-hluta bæjarsjóðs Hafnarfjarðar á síðasta ári var 1.236 milljónir kr., borið saman við áætlun þar sem búist var við 642 millj. kr. í plús. A-hluti bæjarsjóðs var gerður upp með 426 millj. kr. afgangi en áætlun gerði ráð fyrir halla upp á 45 millj. kr. Helgast þetta m.a. af því að gjaldfærsla lífeyrissjóðsskuldbindinga var 392 millj. króna lægri en gert hafði verið ráð fyrir. „Niðurstöðurnar eru í takti við áætlanir,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Aðgerðaáætlun vegna kórónuveirufaraldursins var samþykkt einróma í bæjarstjórn í byrjun apríl. Leiðarljósið þar er að verja fjármunum til verkefna sem nýtast vel við að koma hjólum atvinnulífs og efnahags á skrið að nýju. Forsendur fjárhagsáætlunar 2020 eru hins vegar í meginatriðum brostnar, að sögn bæjarstjórans. Útsvarstekjur munu skerðast, gjalddagar færast til og ýmis útgjöld aukast.

„Þetta verður stórt viðfangsefni sem mun hafa umtalsverð áhrif á rekstur bæjarfélagsins. En við höfum bæði burði og getu til að lágmarka neikvæð áhrif á þjónustu við íbúa og uppbyggingu innviða,“ segir Rósa í tilkynningu. sbs@mbl.is