Ensku úrvalsdeildarfélögin verða vöruð við því á fundi á mánudaginn að það gæti komið þeim verulega í koll að leggjast gegn því að síðustu níu umferðir deildarinnar verði leiknar á hlutlausum völlum í sumar. Sky Sports greinir frá þessu.

Ensku úrvalsdeildarfélögin verða vöruð við því á fundi á mánudaginn að það gæti komið þeim verulega í koll að leggjast gegn því að síðustu níu umferðir deildarinnar verði leiknar á hlutlausum völlum í sumar. Sky Sports greinir frá þessu.

Sex neðstu liðin, Brighton, West Ham, Watford, Bournemouth, Aston Villa og Norwich, hafa öll lýst yfir óánægju með að ekki skuli vera leikið á heimavöllum liðanna í þessum síðustu níu umferðum. Forráðamenn þeirra hafa sagt að það setji spurningarmerki við heilindi mótsins í heild sinni og það gæti reynst þeim dýrt að missa af því að spila á heimavelli á þessum mikilvæga lokaspretti.

Til þess að heimilað verði að leika á hlutlausum völlum þurfa fjórtán félög af tuttugu í deildinni að samþykkja tillögu þess efnis.

Sky Sports segir að þær ráðstafanir sem settar verða upp til þess að leikirnir geti fram í sumar verði nær örugglega áfram til staðar þegar næsta tímabil hefst, og það gæti því haft alvarlegar afleiðingar fyrir öll lið ef þessi tillaga yrði felld.

Fundur úrvalsdeildarliðanna verður haldinn í kjölfarið á væntanlegri tilkynningu bresku ríkisstjórnarinnar um hvernig staðið verði að því að aflétta samkomubanni í landinu.