Vettvangsathugun Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands hjá Lífeyrissjóði bankamanna, sem framkvæmd var í desember í fyrra, leiddi í ljós að brotalamir voru í áhættustýringu og áhættustýringarstefnu sjóðsins. Eru athugasemdir eftirlitsins í fjórum liðum .

Vettvangsathugun Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands hjá Lífeyrissjóði bankamanna, sem framkvæmd var í desember í fyrra, leiddi í ljós að brotalamir voru í áhættustýringu og áhættustýringarstefnu sjóðsins.

Eru athugasemdir eftirlitsins í fjórum liðum . Í fyrsta lagi er talið að skjalfesting innri ferla áhættustýringar hafi ekki verið í samræmi við reglugerð. Í örðu lagi hafi núgildandi áhættu- og áhættustýringarstefna ekki verið sett fram með fullnægjandi hætti og í samræmi við gildandi reglugerð. Þannig hafi áhættuvilji sjóðsins og áhættuþol ekki verið sett fram með mælanlegum hætti eftir áhættuþáttum þar sem það á við og sé mögulegt. Í þriðja lagi hafi greining og eftirlit með rekstraráhættu ekki verið með fullnægjandi hætti. Í fjórða lagi hafi rýni stjórnar verið ábótavant auk þess sem verkferlar og verklag vegna eigin áhættumats hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til þeirra samkvæmt reglugerð.

Lífeyrissjóður bankamanna er þrettándi stærsti lífeyrissjóður landsins með ríflega 84 milljarða króna í stýringu. Hrein raunávöxtun aldursdeildar sjóðsins var 8,4% í fyrra en hlutfallsdeildin skilaði 3,9% raunávöxtun.