Steinunn Gunnlaugsdóttir
Steinunn Gunnlaugsdóttir
Sýningin Glópagull: þjóðsaga eftir listakonuna Steinunni Gunnlaugsdóttur verður opnuð í Midpunkt, Hamraborg 22 í Kópavogi, í dag kl. 14.

Sýningin Glópagull: þjóðsaga eftir listakonuna Steinunni Gunnlaugsdóttur verður opnuð í Midpunkt, Hamraborg 22 í Kópavogi, í dag kl. 14. Hún samanstendur af „tveimur sjálfstæðum verkum sem tengjast í gegnum ólík en skyld vísindaleg ferli sem fara fram á hríðdimmri heiði í grennd við mannabyggðir,“ eins og segir í tilkynningu.

Steinunn útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2008 og tók þátt í opnu listnámi á mastersstigi í menningarstofnuninni Ashkal Alwan í Beirút í Líbanon 2013-2014.