Donald Trump
Donald Trump
Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnaði í gær öllum ásökunum um að Bandaríkin hefðu staðið að meintri „innrás“ kólumbískra skæruliða í Venesúela, þrátt fyrir að tveir Bandaríkjamenn hefðu verið handteknir í kjölfarið.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnaði í gær öllum ásökunum um að Bandaríkin hefðu staðið að meintri „innrás“ kólumbískra skæruliða í Venesúela, þrátt fyrir að tveir Bandaríkjamenn hefðu verið handteknir í kjölfarið.

Sagði Trump að ef hann léti til skarar skríða þyrfti enginn að velkjast í vafa um að Bandaríkin hefðu gert innrás. „Ef ég vildi fara inn í Venesúela myndi ég ekki fara í neinn feluleik,“ sagði Trump við Fox-fréttastöðina.

„Ég myndi fara inn og þeir myndu ekki gera neitt, þeir myndu gefast upp. Ég myndi ekki senda einhvern lítinn hóp. Ó nei, það yrði kallaður her. Þetta yrði kallað innrás,“ sagði Trump.

Nicolas Maduro, sem nú situr í stóli forseta í Venesúela, hefur sakað Bandaríkjastjórn um samsæri með Juan Guaido, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að steypa sér af stóli. 17 manns hafa verið handteknir vegna „innrásarinnar“.