Hættur Bergsveinn Ólafsson leikur ekki meira með Fjölni.
Hættur Bergsveinn Ólafsson leikur ekki meira með Fjölni. — Ljósmynd/Fjölnir
Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Fjölnir og Bergsveinn sendu frá sér í gær.
Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Fjölnir og Bergsveinn sendu frá sér í gær. Bergsveinn er aðeins 27 ára gamall og hefur verið í lykilhlutverki í Fjölnisliðinu um árabil, m.a. á síðasta tímabili þar sem það endurheimti sæti í úrvalsdeildinni eftir eins árs fjarveru. Hann segir að ástríða sín fyrir fótboltanum hafi minnkað töluvert á sama tíma og ástríðan fyrir sálfræði, fyrirlestrahaldi og námskeiðum hafi aukist verulega í staðinn.