Sigurður Bjarni Haraldsson fæddist á Syðra-Rauðamel í Hnappadalssýslu 9. maí 1930. Foreldrar hans voru Úlfhildur Hannesdóttir, f. 1897, d. 1982, og Haraldur Lífgjarnsson, f. 1896, d.

Sigurður Bjarni Haraldsson fæddist á Syðra-Rauðamel í Hnappadalssýslu 9. maí 1930.

Foreldrar hans voru Úlfhildur Hannesdóttir, f. 1897, d. 1982, og Haraldur Lífgjarnsson, f. 1896, d. 1959, en Sigurður ólst upp hjá móðursystur sinni, Helgu Hannesdóttur, og eiginmanni hennar, Sigurði Haraldssyni, í Reykjavík

Sigurður lauk efnaverkfræðiprófi frá Háskólanum í Glasgow árið 1958. Hann starfaði hjá Fiskifélagi Íslands í tvö ár og var framkvæmdastjóri Ferskfiskeftirlitsins í tíu ár. Hann vann að undirbúningi stofnunar Fiskvinnsluskólans, sem tók inn fyrstu nemendur sína árið 1970. Sigurður var skólastjóri þess skóla þar til hann lét af störfum vegna heilsubrests árið 1995.

Sigurður var einn af stofnfélögum Rótarýklúbbs Seltjarnarness og var forseti klúbbsins 1989-1990. Hann tók virkan þátt í byggingu Seltjarnarneskirkju ásamt konu sinni, en hún var fyrsti formaður sóknarnefndar kirkjunnar.

Eiginkona Sigurðar er Kristín Friðbjarnardóttir, f. 9.4. 1929, búsett á Seltjarnarnesi. Synir þeirra eru Friðbjörn og Haraldur Hlynur.

Sigurður lést 13. apríl 2002.