Chantelle Carey, dansari og danshöfundur, ætlar að vera með dans- og leiklistarbúðir á Laugarvatni í sumar.
Chantelle Carey, dansari og danshöfundur, ætlar að vera með dans- og leiklistarbúðir á Laugarvatni í sumar. — Morgunblaðið/Ásdís
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í júlí verða haldnar nýstárlegar dans- og leiklistarsumarbúðir á Laugarvatni.

„Hugmyndin er að vera með sumarbúðir þar sem krakkar á aldrinum tíu til tuttugu ára læra dans og leiklist,“ segir Chantelle Carey, dansari og danshöfundur.

„Krakkarnir gista í sex nætur og á daginn læra þau dans og leiklist af bæði íslensku og erlendu fagfólki. Allan daginn eru þau að æfa og læra. Svo að vikunni lokinni verða þau með sýningu fyrir foreldra.“

Chantelle segir að allir geta tekið þátt og enn eru laus pláss á síðara námskeiðinu.

„Fyrri vikan er hugsuð fyrir krakka með reynslu af leikhúsheiminum en seinni vikan er opin öllum. Krakkarnir munu læra margt og bæta sig og um leið skemmta sér vel í íslenskri náttúru. Við munum kenna steppdans, jazzdans, nútímadans og einnig bæði söng- og leiktækni,“ segir Chantelle, en þess má geta að upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Sumarbúðir Chantelle Carey.