<strong>Hvítur á leik </strong>
Hvítur á leik
1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. g3 e6 4. Bg2 b5 5. 0-0Rbd7 6. a4 b4 7. Rbd2 c5 8. e4 cxd4 9. exd5 Rxd5 10. Rxd4 Bb7 11. Rc4 Hc8 12. De2 Dc7 Staðan kom upp í atskákhluta skákhátíðarinnar í Pardubice í Tékklandi sem fram fór sumarið 2015.

1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. g3 e6 4. Bg2 b5 5. 0-0Rbd7 6. a4 b4 7. Rbd2 c5 8. e4 cxd4 9. exd5 Rxd5 10. Rxd4 Bb7 11. Rc4 Hc8 12. De2 Dc7

Staðan kom upp í atskákhluta skákhátíðarinnar í Pardubice í Tékklandi sem fram fór sumarið 2015. Rússneski stórmeistarinn Mikhail Mozarov (2.465) hafði hvítt gegn þýskum kollega sínum Philipp Schlosser (2.563) . 13. Rxe6! fxe6 svartur hefði einnig tapað eftir 13.... Dxc4 14. Rc7+. 14. Dxe6+ Be7 15. He1 og svartur gafst upp enda staðan að hruni komin, t.d. eftir 15.... Dxc4 16. Bxd5 og 15.... Rdf6 16. Rd6+ Kd8 17. Rf7+. Í dag fer fram fjórða umferð nethraðskákkeppni skákklúbba á vefnum licchess.org. Margir aðrir skákviðburðir eru í gangi á netinu þessa dagana, bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Nánari upplýsingar um þessa viðburði má m.a. finna á skak.is., chess.com og chess24.com.