„Nú er helgin gengin í garð og enn eru skemmtistaðir miðbæjarins lokaðir, skemmtanaþyrstum sennilega til örlítils ama.
„Nú er helgin gengin í garð og enn eru skemmtistaðir miðbæjarins lokaðir, skemmtanaþyrstum sennilega til örlítils ama. Það þýðir hins vegar ekki að fólk geti ekki skemmt sér heima fyrir og eru þeir lausnamiðuðu búnir að finna hinar ýmsu leiðir til þess,“ sagði Dóra Júlía í ljósa punktinum á K100. „Ég rakst á ótrúlega skemmtilega frétt um daginn um vinahóp sem ákvað að halda danspartí saman á fjarskiptaforritinu Zoom. Þau bjuggu til skemmtilegan Spotify-lagalista sem þau höfðu öll aðgang að og svo ýttu allir á play á sama tíma og dönsuðu inn í nóttina í ákveðnum sýndarveruleika.“ Hvatti Dóra sem flesta til að gera slíkt hið sama og skipuleggja Zoom-danspartí.