Landsréttur Dómarar við Landsrétt voru taldir vanhæfir í tveimur málum.
Landsréttur Dómarar við Landsrétt voru taldir vanhæfir í tveimur málum. — Morgunblaðið/Hanna
Landsréttardómararnir Hervör Þorvaldsdóttir og Aðalsteinn E. Jónasson voru á mánudag úrskurðuð vanhæf í tveimur málum. Þetta kemur fram í úrskurði Hæstaréttar.

Landsréttardómararnir Hervör Þorvaldsdóttir og Aðalsteinn E. Jónasson voru á mánudag úrskurðuð vanhæf í tveimur málum. Þetta kemur fram í úrskurði Hæstaréttar. Verður viðkomandi málum því vísað á ný til lögfræðilegar meðferðar, en í báðum tilvikum eru dómarnir taldir ómerkir.

Snúa málin bæði að lánasamningi milli Landsbankans og Hydra ehf., sem síðar fékk heitið Eignarhaldsfélagið City S.A. ehf. Lánasamningurinn var tilkominn vegna uppgjörs á sjálfskuldarábyrgð tveggja einstaklinga. Höfðu umræddir einstaklingar því tekið lán vegna uppgjörs á fyrstnefnda láninu.

Fyrstnefnda lánið var að upphæð 80 milljónir króna og var veitt í sterlingspundum. Í kjölfarið var lánið samþykkt af 25 sjálfskuldarábyrgðaraðilum og var ábyrgð þeirra hlutfallsleg. Umrædd mál snúa að ábyrgð tveggja framangreindra aðila, Einars Dagbjartssonar og Sigmars Júlíusar Eðvarðssonar. Í málunum var m.a. deilt um hvort upphaflega lánið hefði verið í erlendum gjaldmiðlum eða í íslenskum krónum með ólögmætri gengistryggingu. Í héraðsdómi var niðurstaðan sú að víkja ætti síðari lánssamningnum til hliðar. Dómi héraðsdóms var þó snúið í Landsrétti og var þar vísað til dómafordæma Hæstaréttar. Nú er hins vegar ljóst að framangreindir dómarar voru vanhæfir og því er dómurinn ómerkur. Málinu hefur því verið vísað til löglegrar meðferðar að nýju.