[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nú hefur Bubbi Morthens tónlistarmaður ratað í fjölmiðla vegna tóbaksreykinga og svo sem ekki í fyrsta sinn. Að þessu sinni er tilefnið þó í sérkennilegri kantinum því að athygli hefur vakið að Borgarleikhúsið hefur ákveðið að fjarlægja sígarettu úr munni Bubba, það er að segja myndar af honum. Einhverjir velta því sjálfsagt fyrir sér hvers vegna Borgarleikhúsið ákvað sérstaklega að velja mynd af tónlistarmanninum þar sem hann var með sígarettu í munnvikinu og þurrka hana svo út, í stað þess að velja einfaldlega mynd þar sem hann er ekki með sígarettu. Slíkar myndir eru ekki vandfundnar.

Nú hefur Bubbi Morthens tónlistarmaður ratað í fjölmiðla vegna tóbaksreykinga og svo sem ekki í fyrsta sinn. Að þessu sinni er tilefnið þó í sérkennilegri kantinum því að athygli hefur vakið að Borgarleikhúsið hefur ákveðið að fjarlægja sígarettu úr munni Bubba, það er að segja myndar af honum. Einhverjir velta því sjálfsagt fyrir sér hvers vegna Borgarleikhúsið ákvað sérstaklega að velja mynd af tónlistarmanninum þar sem hann var með sígarettu í munnvikinu og þurrka hana svo út, í stað þess að velja einfaldlega mynd þar sem hann er ekki með sígarettu. Slíkar myndir eru ekki vandfundnar.

Einhverjum gæti dottið í hug að skýringin á þessum undarlegheitum væri sú að með því að fjarlægja sígarettuna náði leikhúsið sér í ókeypis auglýsingu og slíkar eru alltaf mikils virði.

En þá má svo velta því fyrir sér hvort gjörningurinn, hafi myndarhreinsunin verið það, standist lög. Málið allt hefur jú ýtt undir umfjöllun um tóbak, sem óhætt er að segja að litið sé hornauga í lögum um tóbaksvarnir.

Annar möguleiki er að tilgangurinn hafi af einhverjum ástæðum verið að pirra viðfangsefnið. Hafi svo verið þá virðist það hafa tekist, en þetta getur ekki talist líklegt.

Svo er auðvitað ekki hægt að útiloka að það hafi einfaldlega þótt góð hugmynd að nota einmitt þessa mynd en „fótósjoppa“ hana. En það verður að teljast sísta skýringin.