Regnboginn Bíóhúsið þar sem Stiles fór í minningunni á kostum.
Regnboginn Bíóhúsið þar sem Stiles fór í minningunni á kostum. — Morgunblaðið/Golli
Síðustu dansspor körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan hafa vakið töluverða athygli síðustu vikur en þáttaröð um kappann og frábæra liðsfélaga hans fylgir eftir síðustu danssporum eins besta körfuboltaliðs sögunnar vorið 1998.

Síðustu dansspor körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan hafa vakið töluverða athygli síðustu vikur en þáttaröð um kappann og frábæra liðsfélaga hans fylgir eftir síðustu danssporum eins besta körfuboltaliðs sögunnar vorið 1998.

Þar sem ég horfði á einn þáttinn um daginn varð mér hugsað til kvikmyndarinnar „Save The Last Dance“ enda minnir titill myndarinnar óneitanlega á „The Last Dance“. Ég verð að viðurkenna að það er aðeins búið að fenna yfir söguþráðinn en gleymi því ekki að myndin var frábær.

Julia Stiles var upp á sitt besta þar sem hún, líkt og Jordan, dansaði um skjáinn. Ef minnið svíkur mig ekki fór ég á myndina í Regnboganum sáluga þar sem flestir dönsuðu út úr sal tvö.

Af hverju er ég að bera saman Jordan og Juliu Stiles? Það er góð spurning sem ég hef ekki svarið við. Kannski af því að ég hef ekki séð mikið til Juliu síðan upp úr aldamótum og Jordan er auðvitað horfinn af körfuboltavellinum, þó hann eigi stað í hjörtum allra Bulls-ara. Við aðdáendur Juliu getum huggað okkur við það að von er á kvikmynd þar sem hún leikur eitt aðalhlutverkanna. Þó er því miður ekki um að ræða „Save The Last Dance 2“.

Jóhann Ólafsson