Watford Nigel Pearson, knattspyrnustjóri Watford.
Watford Nigel Pearson, knattspyrnustjóri Watford. — Ljósmynd/Watford
Scott Duxbury, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Watford, segir félagið mótfallið því að síðustu níu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar verði leiknar á hlutlausum völlum.

Scott Duxbury, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Watford, segir félagið mótfallið því að síðustu níu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar verði leiknar á hlutlausum völlum. Nauðsynlegt er talið að leika þá leiki sem eftir eru í deildarkeppninni á hlutlausum völlum og án áhorfenda, en til þess þurfa 14 af 20 félögum deildarinnar að samþykkja tillöguna.

Watford, Brighton og Aston Villa hafa lýst sig mótfallin tillögunni og eiga þau það sameiginlegt að vera í fallbaráttu. sport@mbl.is