Tvíþætt spurning. S-Allir Norður &spade;964 &heart;63 ⋄G85 &klubs;ÁKG94 Vestur Austur &spade;K1052 &spade;873 &heart;KG1094 &heart;872 ⋄K96 ⋄D73 &klubs;5 &klubs;D763 Suður &spade;ÁDG &heart;ÁD5 ⋄Á1042 &klubs;1082 Suður spilar 3G.

Tvíþætt spurning. S-Allir

Norður
964
63
G85
ÁKG94

Vestur Austur
K1052 873
KG1094 872
K96 D73
5 D763

Suður
ÁDG
ÁD5
Á1042
1082

Suður spilar 3G.

„Hélstu að þetta væri einföld æfing í sniðgöngu?“ Terence Reese hefði ekki verið vinsæll prófsmiður – ekki af nemendum, alla vega, enda gildrur við hvert fótmál í verkefnum hans. Suður spilar 3G með 10 út (þriðja frá brotinni röð) og suður á fyrsta slaginn á drottninguna.

Ef laufsvíningin misheppnast þarf aukaslag á spaða. Próftakinn hjá Reese sér bara tvær hendur og gæti því ályktað að þetta sé æfing í því að ráðast á innkomur varnarinnar í réttri röð. Sem sagt: Laufi spilað á ás til að svína í spaða. Dúkka svo hjarta og svína loks í laufi þegar austur er orðinn hjartalaus. „Avoidance play“ af einföldustu gerð.

Rétt, svo langt sem það nær. En hér á austur fjórlit í laufi og getur eyðilagt litinn með því að drepa ekki strax. Við þessu er „einfalt“ ráð, segir Reese: Spila D að heiman í öðrum slag. Nemendur sem það gera fá tíu.