Lausn Trump hefur áður gætt hagsmuna bænda.
Lausn Trump hefur áður gætt hagsmuna bænda.
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á laugardag að stjórnvöld myndu strax í þessari viku hefjast handa við að kaupa kjöt, mjólkurvörur og grænmeti af bandarískum bændum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á laugardag að stjórnvöld myndu strax í þessari viku hefjast handa við að kaupa kjöt, mjólkurvörur og grænmeti af bandarískum bændum. Í færslu sem forsetinn birti á Twitter sagði hann að þremur milljörðum dala yrði ráðstafað í kaup á landbúnaðarvörum og þeim síðan dreift til þeirra sem eiga um sárt að binda.

Að sögn Reuters er ekki fyllilega ljóst hvort þessi aðgerð er hluti af, eða viðbót við, 19 milljarða dala björgunarpakka sem bandaríska landbúnaðarráðuneytið kynnti í apríl.

Bandarískir bændur hafa margir átt erfitt með að koma framleiðslu sinni í hendur neytenda enda hafa aðfangakeðjur raskast og bæði pökkunarfyrirtæki og sláturhús þurft að loka vegna smitvarnaaðgerða stjórnvalda. ai@mbl.is