Gjörningur verður framinn í dag og næstu mánudaga og föstudaga kl. 14.30-15.00 og 15.20-15.50 í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og er hann hluti af sýningu Andreas Brunner í salnum sem nefnist Ekki brotlent enn.
Gjörningur verður framinn í dag og næstu mánudaga og föstudaga kl. 14.30-15.00 og 15.20-15.50 í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og er hann hluti af sýningu Andreas Brunner í salnum sem nefnist Ekki brotlent enn. Gjörningurinn felur í sér að tveir aðilar mála súlu í salnum hvor í sínum lit. Málararnir, sem færa sig rangsælis um súluna, sjá ekki hvor annan og munu því í sífellu mála yfir hvor hjá öðrum. Hringrásin verður endalaus svo lengi sem sýningin er opin. Sýningin stendur yfir til sunnudags 7. júní.