Ofbeldi hefur færst í aukana í Jalisco.
Ofbeldi hefur færst í aukana í Jalisco. — AFP
Líkamsleifar 25 einstaklinga fundust í fjöldagröf við yfirgefinn sveitabæ nærri borginni Guadalajara í Mexíkó fyrir helgi. Saksóknari Jalisco-héraðs sagði í gær að búist væri við því að fleiri lík ættu eftir að finnast í gröfinni.
Líkamsleifar 25 einstaklinga fundust í fjöldagröf við yfirgefinn sveitabæ nærri borginni Guadalajara í Mexíkó fyrir helgi. Saksóknari Jalisco-héraðs sagði í gær að búist væri við því að fleiri lík ættu eftir að finnast í gröfinni. Ekki hefur tekist að bera kennsl á hin látnu, en líkamsleifar þeirra eru nú til rannsóknar. Það sem af er ári hafa alls 115 lík fundist í 10 fjöldagröfum í Jalisco, en eiturlyfjahringir eru fyrirferðarmiklir í héraðinu.