Jónhildur Halldórsdóttir, fyrrverandi forstöðulífeindafræðingur á Landspítala (Borgarspítala) og hjúkrunarfræðingur, lést á heimili sínu laugardaginn 9. maí á áttugasta og sjötta aldursári. Jónhildur fæddist á Húsavík 30.

Jónhildur Halldórsdóttir, fyrrverandi forstöðulífeindafræðingur á Landspítala (Borgarspítala) og hjúkrunarfræðingur, lést á heimili sínu laugardaginn 9. maí á áttugasta og sjötta aldursári.

Jónhildur fæddist á Húsavík 30. september 1934, dóttir Halldóru Gunnarsdóttur, húsmóður og verkakonu, og Halldórs Eiríks Jónssonar, námu-, hafnar- og vegavinnuverkamanns, er var síðast farsæll bæjarpóstburðarmaður.

Jónhildur útskrifaðist frá Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og hélt til Svíþjóðar til hjúkrunarstarfa og sérnáms í lífeindafræði (meinatækni) við sjúkrahús í Gautaborg og Stokkhólmi, og var einna fyrst íslenskra lífeindafræðinga til að fá opinbera löggildingu. Hún starfaði nokkur ár í Svíþjóð en allan starfsferil sinn þess utan á Íslandi í vel yfir sex áratuga skeið í þágu heilbrigðiskerfisins á Íslandi.

Jónhildur hélt áfram að sérmennta sig í lífeindafræði alla tíð og sótti virt alþjóðanámskeið og ráðstefnur víða um heim. Hún hélt áfram störfum sem hjúkrunarfræðingur eftir að hún komst á eftirlaun og starfaði fjölbreytt í íslenska heilbrigðiskerfinu, einkum á næturvöktum.

Jónhildur leiðbeindi miklum fjölda verðandi lífeindafræðinga, fræðilega og í starfsnámi, og lagði sig alla fram við að taka á móti erlendum lífeindafræðingum sem til Íslands komu til starfa; einkum naut hún samskipta við franska lífeindafræðinga.

Eftirlifandi sonur hennar er Halldór Eiríkur Sigurbjörnsson Jónhildarson, cand.jur., M.C.L., LL.M og doktorsnemi um skeið.