— Ljósmynd/GR
Af hverju fórstu að æfa golf? Pabbi stakk upp á því að prófa og mér fannst það ótrúlega gaman. Hvað hefurðu æft lengi? Í næstum fjögur ár. Hvaða högg finnst þér skemmtilegast að æfa? Það sem er skemmtilegast eru vippin. Í hverju þarftu að bæta þig?
Af hverju fórstu að æfa golf?

Pabbi stakk upp á því að prófa og mér fannst það ótrúlega gaman.

Hvað hefurðu æft lengi?

Í næstum fjögur ár.

Hvaða högg finnst þér skemmtilegast að æfa?

Það sem er skemmtilegast eru vippin.

Í hverju þarftu að bæta þig?

Ég þarf að bæta mig í púttunum.

Uppáhaldskylfan í pokanum?

56° [fleygjárn].

Hvenær náðir þú fyrst að fara undir 100 högg á hring?

Í byrjun síðasta sumars.

Hvert er besta skorið þitt á 18 holu hring?

86 högg.

Hvert er besta golfráðið?

Spila og spila.

Hver er fyrirmynd þín í golfinu?

Ragnhildur Sigurðardóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Annika Sörenstam, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir.

Hvert er draumahollið þitt?

Ólafía Þórunn, Annika og Ragga.

Hvað ráðleggur þú krökkum sem langar að æfa golf?

Prófa og fá góðan kennara.

Hvað er skemmtilegast við golfið?

Að keppa og spila með vinkonum sem ég hef kynnst í gegnum golfið.