— Ljósmynd/GR
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Af hverju fóruð þið að æfa golf? Eiríka : Af því að Gabríella systir mín var að æfa. Gabríella : Pabbi var oft í golfi og ég prófaði að fara stundum með honum og fannst skemmtilegt. Hvað hafið þið æft lengi? Eiríka : Rúmt ár. Gabríella : Rétt rúm 2 ár.
Af hverju fóruð þið að æfa golf?

Eiríka : Af því að Gabríella systir mín var að æfa.

Gabríella : Pabbi var oft í golfi og ég prófaði að fara stundum með honum og fannst skemmtilegt.

Hvað hafið þið æft lengi?

Eiríka : Rúmt ár.

Gabríella : Rétt rúm 2 ár.

Hvaða högg finnst ykkur skemmtilegast að æfa?

Eiríka : Högg með driver.

Gabríella : Púttin og högg með driver.

Hvar þurfið þið helst að bæta ykkur í golfinu?

Eiríka : Í púttunum,vippunum og að bæta sveifluna.

Gabríella : Í flestu en aðallega að bæta sveifluna.

Uppáhaldskylfan í pokanum?

Eiríka : 9-járnið.

Gabríella : Hybrid-kylfan.

Hvenær náðuð þið fyrst að fara undir 100 högga hring?

Eiríka : Ekki enn náð því.

Gabríella : Snemma í fyrrasumar.

Besta skorið á 18 holu hring?

Eiríka : Ekki enn spilað 18 holu hring.

Gabríella : 89 högg í Grafarholtinu.

Hver er fyrirmyndin í golfinu?

Eiríka : Rory McIlroy.

Gabríella : Ólafía Þórunn.

Hvað ráðleggið þið krökkum sem langar að æfa golf?

Eiríka : Ég myndi segja þeim að það er geggjað gaman.

Gabríella : Að vera þolinmóð og hafa gaman.