Markvörður Frederik Schram verður hjá Lyngby út leiktíðina.
Markvörður Frederik Schram verður hjá Lyngby út leiktíðina. — Morgunblaðið/Eggert
Frederik Schram, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands í knattspyrnu undanfarin ár, hefur framlengt samning sinn við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby til loka yfirstandandi tímabils. Þar sem keppni í dönsku úrvalsdeildinni, sem hefst á ný 29.
Frederik Schram, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands í knattspyrnu undanfarin ár, hefur framlengt samning sinn við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby til loka yfirstandandi tímabils. Þar sem keppni í dönsku úrvalsdeildinni, sem hefst á ný 29. maí, á að standa fram eftir júlímánuði var öllum leikmönnum deildarinnar sem voru að ljúka sínum samningum boðin eins mánaðar framlenging. Lyngby mætir FCK í fyrsta leik eftir kórónuveiruhlé 1. júní. Lyngby er í áttunda sæti af fjórtán liðum.