Atkvæði Kosið verður 27. júní.
Atkvæði Kosið verður 27. júní.
Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafa skilað meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands í öllum kjördæmum landsins. Yfirkjörstjórnir yfirfara listana.

Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafa skilað meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands í öllum kjördæmum landsins. Yfirkjörstjórnir yfirfara listana.

Frambjóðendur þurfa að skila framboðum til dómsmálaráðuneytisins eigi síðar en á morgun, föstudag. Framboði skal fylgja samþykki forsetaefnis, nægilegur fjöldi meðmælenda og vottorð yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. Ráðuneytið auglýsir eigi síðar en föstudaginn 29. maí hverjir verða í kjöri.

Forsetakosningar verða laugardaginn 27. júní, ef fleiri en eitt gilt framboð berast.