Eftirlit Lögreglan fylgist sérstaklega vel með umferðinni um þessar mundir.
Eftirlit Lögreglan fylgist sérstaklega vel með umferðinni um þessar mundir. — Morgunblaðið/Hari
Sérstakt sumareftirlit lögreglunnar á Norðurlandi eystra bendir til þess að vorhugur sé kominn í fólk og það gái ekki að sér við akstur. Þannig voru 18 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í gær, þeir voru staðnir að verki bæði í þéttbýli og úti á vegum.

Sérstakt sumareftirlit lögreglunnar á Norðurlandi eystra bendir til þess að vorhugur sé kominn í fólk og það gái ekki að sér við akstur. Þannig voru 18 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í gær, þeir voru staðnir að verki bæði í þéttbýli og úti á vegum.

Sumareftirlitið felst í því að meira er lagt í eftirlit með umferð og helstu ferðamannastöðum í umdæminu og hefur það verið í gangi á sumrin undanfarin ár.

Óvenjumörg brot

Aðalsteinn Júlíusson, lögreglumaður á Akureyri, segir að umferðin hafi aukist mikið að undanförnu en hún sé samt minni en venjan er á þessum tíma árs enda engir erlendir ferðamenn á vegunum nú og óvissa um hvenær þeir sýni sig. Hann segir að óvenjumargir ökumenn hafi ekið umfram leyfilegan hámarkshraða við eftirlitið í gær. Einhver vortilfinning virðist vera í lofti.

helgi@mbl.is