Fréttaþáttur Þáttastjórnendur Deadline.
Fréttaþáttur Þáttastjórnendur Deadline. — Ljósmynd/Vefur DR
Stjórnendur danska fréttaþáttarins Deadline sem daglega er á dagskrá hjá DR1 hafa á síðustu vikum reglulega beint sjónum sínum að kórónuveirufaraldrinum og áhrifum hans á bæði heilsufar og efnahag hinna ólíku landa.

Stjórnendur danska fréttaþáttarins Deadline sem daglega er á dagskrá hjá DR1 hafa á síðustu vikum reglulega beint sjónum sínum að kórónuveirufaraldrinum og áhrifum hans á bæði heilsufar og efnahag hinna ólíku landa. Um helgina var í þættinum fjallað um nýja rannsókn hóps hagfræðinga við Kaupmannahafnarháskóla sem leiðir í ljós að frá því samkomubann og ferðatakmarkanir voru sett á í Danmörku í mars vegna faraldursins hefur einkaneysla almennings þar í landi dregist saman um 29%.

Margir hafa kallað eftir því að hratt sé slakað á höftum til að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang. Sama rannsókn leiðir hins vegar í ljós að á sama tíma hefur einkaneysla almennings í Svíþjóð dregist saman um 25% þrátt fyrir að þar í landi hafi hvorki ríkt samkomubann né ferðatakmarkanir. Rannsakendur benda á að almenningur heldur að sér höndum vegna óvissunnar sem stafar af kórónuveirunni óháð því hvort í gildi séu samkomuhöft og ferðatakmarkanir. Fjallað er ítarlega um rannsóknina í Financial Times.

Silja Björk Huldudóttir

Höf.: Silja Björk Huldudóttir