Tilkynnt var í gær að eitt nýtt smit af kórónuveirunni hefði greinst á undangengnum sólarhring. Er það fimmta smitið sem greinst hefur til þessa í maímánuði, en tekin hafa verið um það bil 7.500 sýni í mánuðinum.

Tilkynnt var í gær að eitt nýtt smit af kórónuveirunni hefði greinst á undangengnum sólarhring. Er það fimmta smitið sem greinst hefur til þessa í maímánuði, en tekin hafa verið um það bil 7.500 sýni í mánuðinum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær á upplýsingafundi almannavarna að verkefnahópur ríkisstjórnarinnar ynni að því að finna leiðir til að opna landið fyrir ferðamönnum og skilar hann niðurstöðum 25. maí. Í framhaldinu mun hann skila heilbrigðisráðherra tillögu um tilslakanir á landamærum. Þórólfur sagði ekki tímabært að segja til um hvenær þær tækju gildi.