Af hverju fóruð þið að æfa golf?
Bjarni Freyr: Foreldrar okkar komu okkur á fyrstu æfingarnar og okkur fannst þetta svo gaman að við héldum áfram.
Hvað hafið þið æft lengi?
Egill Orri: 6-7 ár held ég.
Hvaða högg finnst ykkur skemmtilegast að æfa?
Bjarni Freyr: Járnahögg.
Egill Orri: Drive.
Hvar þurfið þið helst að bæta ykkur í golfinu?
Bjarni Freyr: Vera stöðugri.
Egill Orri: Chip.
Uppáhaldskylfan í pokanum?
Bjarni Freyr: Pitching wedge.
Egill Orri: Driverinn.
Hvenær náðuð þið fyrst að fara undir 100 högg á hring?
Bjarni Freyr: 12 ára.
Egill Orri: 12 ára.
Besta skorið á 18 holu hring?
Bjarni Freyr: 69 högg.
Egill Orri: 74 högg.
Snýst allt um golf hjá ykkur bræðrunum?
Nei, ekki allt, en það skiptir miklu máli fyrir okkur.
Er mikil keppni á milli ykkar á golfvellinum?
Já alltaf.
Hvert er besta golfráðið?
Bjarni Freyr: Að halda góðu tempói í öllum höggum.
Egill Orri: Að klára sveifluna.
Hver er fyrirmyndin í golfinu?
Bjarni Freyr: Rory McIlroy.
Egill Orri: Rory McIlroy.
Hvert er draumahollið?
Bjarni Freyr: Brooks Koepka, Rickie Fowler, Rory McIlroy.
Egill Orri: Jim Furyk, Matthew Wolfe, Rory McIlroy.
Hvað ráðleggið þið krökkum sem langar að æfa golf?
Að byrja... geggjuð íþrótt með skemmtilegu fólki.
Hvað er skemmtilegast við golfið?
Bjarni Freyr: Þegar þú veist að þú slóst klikkað högg og færð að horfa á eftir því.
Egill Orri: Innáhöggin (þegar þau heppnast).