— Ljósmynd/GR
Af hverju fóruð þið að æfa golf? Hjalti : Af því að pabbi minn og Pamela systir mín stunduðu golf. Pamela : Af því að pabbi var í golfi. Hvað hafið þið æft lengi?
Af hverju fóruð þið að æfa golf?

Hjalti : Af því að pabbi minn og Pamela systir mín stunduðu golf.

Pamela : Af því að pabbi var í golfi.

Hvað hafið þið æft lengi?

Hjalti : Ég byrjaði á heilsársæfingum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur vorið 2015 þegar ég var fimm ára. Fyrir það hafði ég farið með pabba og Pamelu systur minni í golf.

Pamela : Ég byrjaði í heilsársæfingum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur vorið 2015 þegar ég var sex ára. Fyrir það hafði ég farið með pabba í golf og líka Hjalta bróður mínum.

Hvaða högg finnst þér skemmtilegast að æfa?

Hjalti : Mér finnst mjög gaman að slá með dræver og 5-járninu því þegar ég hitti vel er það góð tilfinning.

Pamela : Mér finnst skemmtilegast að slá með dræver og 52 gráðu wedge.

Í hverju þurfið þið helst að bæta ykkur í golfinu?

Hjalti : Í stutta spilinu.

Pamela : Í stutta spilinu.

Uppáhaldskylfan í pokanum?

Hjalti : Dræverinn því með honum slæ ég lengst.

Pamela : Dræverinn, hún slær lengst og er allt öðruvísi en hinar kylfurnar.

Hvenær náðuð þið fyrst að fara undir 100 högga hring?

Hjalti : Árið 2018 í júlí í Grafarholtinu á meistaramóti GR þegar ég fór á 87 höggum.

Pamela : Árið 2018 í júlí í Grafarholtinu á meistaramóti GR þegar ég fór á 92 höggum.

Besta skorið á18 holu hring?

Hjalti : 70 högg í Grafarholtinu sem er einn undir pari.

Pamela : 71 högg á Highlands Reserve-golfvellinum sem er par vallarins.

Hver er fyrirmyndin í golfinu?

Hjalti : Rory McIlroy því hann slær svo langt.

Pamela : Annika Sörenstam því hún hefur farið 18 holur á 59 höggum.

Hvað ráðleggið þið krökkum sem langar að æfa golf?

Hjalti : Bæði krakkarnir og þjálfararnir eru skemmtilegir og við gerum skemmtilega hluti á æfingum og því eiga krakkar að vera óhræddir að mæta og prófa og leika sér. Svo er skemmtilegast að keppa og það er fullt af mótum til að keppa í.

Pamela : Ekki vera feimin við að mæta. Bara mæta og hitta krakkana og þjálfarana, það er bara gaman að æfa, mikið fjör, og líka að keppa.