Fegurð Borgarnes er fjölmennasti þéttbýliskjarninn í Borgarbyggð og á sér merka sögu en öll dagskrá K100 verður í beinni útsendingu frá bænum á morgun.
Fegurð Borgarnes er fjölmennasti þéttbýliskjarninn í Borgarbyggð og á sér merka sögu en öll dagskrá K100 verður í beinni útsendingu frá bænum á morgun. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Útvarpsstöðin K100 ætlar að kynnast landinu betur í sumar og kynna þá stórkostlegu staði sem eru í boði fyrir landsmenn innanlands í sumar. Fyrsti áfangastaður stöðvarinnar verður Borgarbyggð. Öll dagskrá og fréttir stöðvarinnar verða í beinni útsendingu frá Borgarnesi á föstudaginn, 22. maí.

Auðun Georg Ólafsson

Rósa Margrét Tryggvadóttir

Morgunþáttur stöðvarinnar, Ísland vaknar, með þau Ásgeir Pál, Jón Axel og Borgnesinginn Kristínu Sif, hefst stundvíslega kl. 6 að morgni. Auðun Georg miðlar fréttum frá því helsta sem er að gerast í sveitarfélaginu og Síðdegisþáttur K100 með þeim Loga Bergmann og Sigga Gunnars fjallar um fjölbreytt mannlíf og það sem gerir Borgarbyggð að áhugaverðum stað til að heimsækja, starfa á og búa.

Skemmtilegur viðburður verður í boði á föstudaginn í tilefni af útsendingu K100, en þá ætlar Helo.is að bjóða upp á útsýnisflug með þyrlu. Sex farþegar komast í hverri ferð. Flogið verður frá Borgarnesflugvelli frá klukkan 16:00 og kostar 10 þúsund krónur á mann.

Skemmtilegasta bæjarstæðið

„Það er alltaf gaman að koma aftur í Borgarnes sem mér finnst vera fallegasta bæjarstæði á landinu og svo er svo skemmtilegt fólk þar,“ segir Borgnesingurinn Kristín Sif í samtali við Morgunblaðið og K100.is.

Fjöldi gesta frá Borgarbyggð

Hún staðfestir að fjöldi skemmtilegra gesta frá Borgarbyggð muni koma fram í þáttunum en meðal þeirra sem mæta í Ísland vaknar eru uppistandarinn Iddi Biddi, Orri Sveinn Jónsson trúbador og Guðrún Daníelsdóttir athafnakona sem Kristín segir að sé ein skemmtilegasta kona landsins.