— Ljósmynd/GR
Af hverju fórstu að æfa golf? Ég fór að æfa golf vegna þess að pabbi var í golfi og mér fannst það spennandi. Prófaði að slá með honum og eftir það fór ég á námskeið og síðan að æfa. Hvað hefurðu æft lengi?
Af hverju fórstu að æfa golf?

Ég fór að æfa golf vegna þess að pabbi var í golfi og mér fannst það spennandi. Prófaði að slá með honum og eftir það fór ég á námskeið og síðan að æfa.

Hvað hefurðu æft lengi?

Ég byrjaði í golfi sumarið 2014 eftir golfnámskeið í ágúst 2013.

Hvaða högg finnst þér skemmtilegast að æfa?

Mér finnst skemmtilegast að æfa 20-60 metra högg.

Í hverju þarftu að bæta þig?

Ég þarf að bæta mig í löngum járnahöggum.

Uppáhaldskylfan í pokanum?

Uppáhaldskylfan mín er 56° wedge-inn. [Fleygjárn].

Hvenær náðir þú fyrst að fara undir 100 högg á hring?

Það var sumarið 2016 á Víkurvelli í Stykkishólmi.

Hvert er besta skorið þitt á 18 holu hring?

Ég spilaði á 75 höggum á bláum teigum í holukeppni í Grindavík 2019 og á 77 höggum á gulum teigum í Brautarholti 2018.

Hver er fyrirmynd í golfinu?

Rory McIlroy. Vegna þess að hann er þrautseigur, þolinmóður og gefst ekki upp.

Hvað ráðleggur þú krökkum sem langar að æfa golf?

Ég ráðlegg þeim að fara í nokkur skipti að slá með fjölskyldu eða vinum, vera þolinmóð og hafa gaman.