Svíningar. N-Allir Norður &spade;2 &heart;G109864 ⋄KD &klubs;ÁDG4 Vestur Austur &spade;865 &spade;74 &heart;ÁD2 &heart;K75 ⋄G1095 ⋄Á862 &klubs;972 &klubs;K1065 Suður &spade;ÁKDG1093 &heart;3 ⋄743 &klubs;83 Suður spilar 4&spade;.

Svíningar. N-Allir

Norður
2
G109864
KD
ÁDG4

Vestur Austur
865 74
ÁD2 K75
G1095 Á862
972 K1065

Suður
ÁKDG1093
3
743
83

Suður spilar 4.

Vitur maður sagði eitt sinn að „svíningar væru til að taka þær“. Hugsunin er sú að maður eigi ekki að vera hræddur við að svína ef betri kostur er ekki í boði, enda svíning 50% möguleiki, að öðru jöfnu. Og það er ekki svo slæmt.

Suður spilar 4 með tígulgosa út. Austur lítur hugsandi til lofts og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé töluvert vit í því að dúkka og bíða átekta. Sterkur leikur, því nú hótar vörnin að taka tvo slagi á tígul á síðari stigum.

Fyrsta hugsun sagnhafa er að opna samgang með því að spila hjarta úr borði. En vörnin mun svara því með trompi og þá hangir allt á laufsvíningunni. Nú, jæja – 50% er þó alltaf 50%.

Reyndar, en hér er betra í boði: 4-3-lega í laufi. Út með laufgosa (eða drottningu) í slag tvö og þá vinnst spilið í 62% tilvika.