Gengi krónunnar hefur styrkst undanfarið og er nú á svipuðum slóðum og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Þannig var gengisvísitalan um 195 stig um miðjan mars. Til upprifjunar tók samkomubann gildi aðfaranótt mánudagsins 16. mars.
Gengi krónunnar hefur styrkst undanfarið og er nú á svipuðum slóðum og fyrir kórónuveirufaraldurinn.
Þannig var gengisvísitalan um 195 stig um miðjan mars. Til upprifjunar tók samkomubann gildi aðfaranótt mánudagsins 16. mars. Því var svo aflétt í skrefum og frá mánudeginum 25. maí var allt að 200 manns heimilt að koma saman. Gátu þá flest fyrirtæki haft eðlilega starfsemi.
Vísitalan hefur síðan lækkað
Gengisvísitalan náði hámarki 6. maí er hún var tæplega 210 stig. En lægri vísitala þýðir hærra gengi krónunnar og öfugt. Gengisvísitalan hefur síðan lækkað um 15 stig en samhliða styrkingunni birtust fréttir um að faraldurinn væri í rénun. En með því jókst bjartsýni um að hefja mætti alþjóðaflug á ný, sem rættist.Gengi evru fór hæst í 160 krónur. Hún kostar nú um 149 krónur, eða álíka mikið og um miðjan mars.