ÍA er komið í annað sæti úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, eftir 4:0-stórsigur gegn Gróttu í sjöttu umferð deildarinnar á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í gær.
ÍA er komið í annað sæti úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, eftir 4:0-stórsigur gegn Gróttu í sjöttu umferð deildarinnar á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í gær. Öll mörk Skagamanna komu í fyrri hálfleik, en ÍA er með 10 stig í öðru sæti deildarinnar, einu stigi minna en Breiðablik, sem á leik til góða á ÍA. Þá sóttu Víkingar þrjú stig í Kórinn þegar liðið heimsótti HK í Kópavoginn. Þetta var annar sigur Víkinga í deildinni í sumar en HK var að tapa þriðja heimaleik sínum á tímabilinu. 27