Met Hlynur Andrésson tók þátt á sínu fyrsta móti í sumar.
Met Hlynur Andrésson tók þátt á sínu fyrsta móti í sumar. — Ljósmynd/ÍSÍ
Langhlauparinn Hlynur Andrésson sló 37 ára gamalt Íslandsmet Jóns Diðrikssonar í 3.000 metra hlaupi á móti í Hollandi um helgina, en Hlynur kom í mark á tímanum 8:04,54 mínútum.
Langhlauparinn Hlynur Andrésson sló 37 ára gamalt Íslandsmet Jóns Diðrikssonar í 3.000 metra hlaupi á móti í Hollandi um helgina, en Hlynur kom í mark á tímanum 8:04,54 mínútum. Hlynur bætti Íslandsmetið um rúma sekúndu, en met Jóns frá árinu 1983 var 8:05,63 mínútur. Þetta var fyrsta mótið sem Hlynur tekur þátt í í sumar, en hann á nú Íslandsmetið í 5.000 og 10.000 metra hlaupum utanhúss, sem og 3.000 metra hindrunarhlaupi. Alls var þetta áttunda Íslandsmet langhlauparans, sem er 26 ára gamall.