Sleggjukastarinn Vigdís Jónsdóttir hélt uppteknum hætti á tíunda Origo-móti FH á laugardaginn og bætti eigið Íslandsmet um einn sentímetra. Þetta var í fjórða skiptið á undanförnum vikum sem Vigdís bætir metið.
Sleggjukastarinn Vigdís Jónsdóttir hélt uppteknum hætti á tíunda Origo-móti FH á laugardaginn og bætti eigið Íslandsmet um einn sentímetra. Þetta var í fjórða skiptið á undanförnum vikum sem Vigdís bætir metið. Hún kastaði sleggjunni 62,70 metra á laugardaginn en „gamla“ metið sem hún bætti síðastliðinn fimmtudag var 62,69 metrar.
Þetta var jafnframt í þrettánda skiptið sem Vigdís bætir Íslandsmetið í sleggjukasti, en hún er 24 ára gömul.