Ferðamenn Ferðaþjónusta hefur vaxið sem atvinnugrein hérlendis síðustu ár.
Ferðamenn Ferðaþjónusta hefur vaxið sem atvinnugrein hérlendis síðustu ár. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eins og nærri má geta er mikilvægt fyrir hverja þjóð að búa að atvinnuvegum sem stuðla í senn að góðri afkomu og falla ekki um koll við minnsta goluþyt.

Eins og nærri má geta er mikilvægt fyrir hverja þjóð að búa að atvinnuvegum sem stuðla í senn að góðri afkomu og falla ekki um koll við minnsta goluþyt.

Lengi vorum við með búskaparhokur, en bleyttum líka öngul í sjó, þótt margur tautaði að svikull væri sjávarafli. Svo kom traffík og konkúrensi, og þjóðin á framfarabraut. Ferðaþjónusta er það nýjasta og hefur gengið nokkuð vel, svo vel reyndar að margir hafa viljað dansa með og gera eins og granninn.

En það er hættulegt með grein sem er orðin svona aðal, þegar undirstaðan, flugreksturinn í heiminum, er svo veikburða sem dæmin sýna, og þurfti ekki veiru til.

Stóru flugfélögin eru upp á náð ríkisstjórna komin, sem setja þeim skilyrði, og lággjaldafélögin virðast ekki mikið betur komin.

Það er ekki nóg með að ferðaþjónustan þurfi að reiða sig á innflutt vinnuafl heldur þurfa starfsmenn flugfélaga helst að sæta lægstu kjörum heimsins til að dæmið gangi upp. Eigum við ekki að snúa okkur aftur að lambakjötinu?Afréttirnar bíða.

Sunnlendingur.