Le Bellot Liggur við Miðbakkann og leggur í haf nú með kvöldinu.
Le Bellot Liggur við Miðbakkann og leggur í haf nú með kvöldinu. — Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fyrstu farþegaskip sumarsins komu til Reykjavíkur um helgina. Það fyrsta var franskt, Le Boreal, sem er tæplega 11 þúsund brúttótonn.

Fyrstu farþegaskip sumarsins komu til Reykjavíkur um helgina. Það fyrsta var franskt, Le Boreal, sem er tæplega 11 þúsund brúttótonn. Skipið lagðist að Miðbakka á laugardagsmorgun og komu farþegarnir, sem voru um 200, með leiguflugvél frá París sem lenti á Keflavíkurflugvelli. Þeir fóru í skimun á flugvelli og voru síðan fluttir í 10-15 manna hópum um borð í skipið þegar niðurstaða skimana lá fyrir.

Skipið Le Bellot kom svo hingað í gær. Farþegar skipsins koma til Íslands í dag og skipið leggur í haf undir kvöld.

„Allir farþegar þurfa sjálfir að passa upp á fjarlægðartakmörk og hafa andlitsgrímu. Þegar neikvæð niðurstaða er komin má fólk fara um borð í skipið, þ.e. þurfa að sýna sms því til staðfestingar,“ segir í frétt á vef Faxaflóahafna.

Skipafélagið Ponant áætlar sex skipakomur til Reykjavíkur í júlí, en félagið gerir út bæði Le Boreal og Le Bellot . Fara þau héðan í lystireisur að Grænlandi. Upphaflega áttu skipin að fara til Hafnarfjarðar, en þar er ekki sóttvarnahöfn. Því varð Reykjavíkurhöfn fyrir valinu. sbs@mbl.is/sisi@mbl.is