Tveir aserskir hermenn eru sagðir fallnir og fimm aðrir særðir eftir hörð og umfangsmikil átök í gærmorgun á landamærum Armeníu og Aserbaídsjan.
Shushan Stepanian, talsmaður Armeníuhers, sagði sveitir Aserbaídsjan hafa skotið af fallbyssum á skotmörk í héraðinu Tavush í misheppnaðri hertöku. Manntjón hefði orðið hjá sveitum Aserbaídsjan þegar armenskir hermenn kæfðu sókn þeirra asersku.
Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjan sagði aðra sögu af atvikinu. Armenskar sveitir hefðu ráðist á landamærastöðvar í héraðinu Tovus sem deilir landamærum með Tavush.