Pútt Guðmundur Ágúst Kristjánsson er Íslandsmeistari í golfi.
Pútt Guðmundur Ágúst Kristjánsson er Íslandsmeistari í golfi. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús komust hvorugur í gegnum niðurskurðinn á Opna austurríska mótinu í golfi sem fram fór á Diamond-vellinum í Atzenbrugg í Austurríki um helgina, en mótið var hluti af Evrópu- og...

Atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús komust hvorugur í gegnum niðurskurðinn á Opna austurríska mótinu í golfi sem fram fór á Diamond-vellinum í Atzenbrugg í Austurríki um helgina, en mótið var hluti af Evrópu- og Áskorendamótaröðinni.

Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst hafnaði í 103. sæti á samtals þremur höggum yfir pari en Haraldur Franklín endaði í 130. sæti á samtals átta höggum yfir pari.