Sigurmarkið Olivier Giroud fagnar eftir að hafa skorað gegn Norwich.
Sigurmarkið Olivier Giroud fagnar eftir að hafa skorað gegn Norwich. — AFP
Chelsea styrkti stöðu sína í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með naumum 1:0 sigri á föllnu liði Norwich City á Stamford Bridge í London í gærkvöld.
Chelsea styrkti stöðu sína í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með naumum 1:0 sigri á föllnu liði Norwich City á Stamford Bridge í London í gærkvöld. Chelsea er komið með 63 stig og á tvo leiki eftir, gegn Liverpool og Wolves, en Leicester og Manchester United eru með 59 stig og eiga þrjá leiki eftir. Tvö þessara liða tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Olivier Giroud skoraði sigurmark Chelsea í uppbótartíma fyrri hálfleiks með skalla eftir fyrirgjöf frá Christian Pulisic.