Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts & Veraldar, og Ragnar Jónasson rithöfundur undirrituðu laugardaginn síðasta, 25. júlí, útgáfusamning um nýja bók, sem væntanleg er á íslenskan markað í október.
Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts & Veraldar, og Ragnar Jónasson rithöfundur undirrituðu laugardaginn síðasta, 25. júlí, útgáfusamning um nýja bók, sem væntanleg er á íslenskan markað í október.
Bókin heitir Vetrarmein, sem er fengið úr einni bóka afa höfundar, Þ. Ragnars Jónassonar. Hún gerist á Siglufirði og Ari Þór Arason lögreglumaður er lykilpersóna. Örlitlu fyrr mun bókin koma út í Frakklandi undir heitinu Sigló og í desember í Bretlandi og Bandaríkjunum en þar mun hún nefnast Winterkill.