Leikarinn og netflixstjarnan Jóhannes Haukur þarf að sæta sóttkví í tvær vikur í hótelherbergi á Írlandi áður en hann byrjar á næsta stóra verkefni sínu, nýrri sjónvarpsseríu á Netflix. Í samtali við Ísland vaknar á mánudag sagði leikarinn að hann mætti ekki tjá sig neitt um hina væntanlegu þætti sem hann staðfesti þó aðspurður að væru í tengslum við eitthvað sem fólk ætti að þekkja. „Ég er búinn að gera margra ára samning um þessa seríu en það er bara metið eftir hverja seríu hvort þeir halda áfram eða ekki,“ sagði Jóhannes.
Viðtalið við Jóhannes má í heild sinni finna á K100.is.