Töluvert hefur verið um þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu að sögn lögreglu. Er fólk minnt á að vera á varðbergi vegna þessa enda viðbúið að þýfi sé selt. „M.a.
Töluvert hefur verið um þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu að sögn lögreglu. Er fólk minnt á að vera á varðbergi vegna þessa enda viðbúið að þýfi sé selt. „M.a. er um að ræða þjófnaði á reiðhjólum, rafmagnshlaupahjólum og vespum, auk þess sem nokkuð hefur verið um innbrot í bæði bíla og á byggingarsvæði. Fólk er því hvatt til að geyma hjól og vespur innandyra, ef það hefur tök á, og umráðamenn ökutækja eru minntir á að hafa ekki hluti í augsýn, sem kunna að freista þjófa,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.