Stuttgart Viggó Kristjánsson staldraði stutt við hjá Wetzlar.
Stuttgart Viggó Kristjánsson staldraði stutt við hjá Wetzlar. — Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, er orðinn leikmaður Stuttgart í Þýskalandi en félagið staðfesti þetta á samfélagsmiðlum sínum í gær. Orðrómur um skipti Viggós til Stuttgart var á kreiki í vetur og reyndist á rökum reistur.

Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, er orðinn leikmaður Stuttgart í Þýskalandi en félagið staðfesti þetta á samfélagsmiðlum sínum í gær. Orðrómur um skipti Viggós til Stuttgart var á kreiki í vetur og reyndist á rökum reistur. Viggó hafði vistaskipti frá Leipzig til Wetzlar í upphafi síðasta tímabils og spilaði þar í vetur eða þar til tímabilinu var aflýst í apríl vegna kórónuveirunnar.

Með Stuttgart leikur Elvar Ásgeirsson en liðið lauk keppni í 12. sæti efstu deildarinnar á síðustu leiktíð. kristoferk@mbl.is