— Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Þegar fram koma róttækar hugmyndir um stórútgerð í grænmetisrækt sem bjarga eigi landinu þá er rétt að staldra örlítið við og skoða málin í víðu samhengi og á heimsvísu.

Þegar fram koma róttækar hugmyndir um stórútgerð í grænmetisrækt sem bjarga eigi landinu þá er rétt að staldra örlítið við og skoða málin í víðu samhengi og á heimsvísu.

Þegar kófið skall á í vor voru grænmetisframleiðendur í Evrópu í stökustu vandræðum með að bjarga uppskeru á spergli, jarðarberjum, salati og fleiru. Þar þurfti vant fólk sem þeir væru tilbúnir að bogra.

Þannig fólk lá ekki á lausu í hinum ríkari löndum álfunnar, heldur, já einmitt, í fátæku löndunum í austri, fólk sem lét sér lynda að koma sem farandverkamenn vestur yfir og vinna störf sem heimamenn fúlsa við.

Aðbúnaðurinn er svona og svona og nýlegar fréttir frá Bayern segja frá hópsýkingu í gámabyggð þar sem svona hjálparfólki var gert að búa þröngt eftir vaktirnar í jarðarberjatínslunni.

Svona störf hafa alla tíð ,allt frá Steinbeck og Þrúgum reiðinnar, verið ótrygg, illa launuð og vanmetin. Föllum ekki í þessa gryfju en höldum áfram fjölskyldubúunum fyrir innanlandsmarkað. Þá er vel.

Sunnlendingur